winner
03/12/2020

Best hljómar alltaf vel

Global Marketing Awards

Global Marketing Awards eru virt alþjóðleg markaðsverðlaun. The Engine, dótturfyrirtæki PiparsTBWA, var tilnefnt til þrennra verðlauna í þessari keppni nú nýverið sem fjöldi fyrirtækja sendir inn í árlega. Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að The Engine hreppti aðalverðlaunin í einum af flokkunum sem tilnefndir voru. Það var fyrir herferð fyrir Gray Line Iceland sem snéri sérstaklega að leitarvélamarkaðssetningu (e. PPC/SEM). The Engine og PiparTBWA innleiddu herferðir sem höfðu umtalsverð áhrif á fjölgun bókana hjá Gray Line Iceland í ört harðnandi samkeppni á sama tíma og ferðamönnum sem sækja landið heim hefur fækkað töluvert. Við erum verulega ánægð með þessi mikilvægu verðlaun.