bransaportrett
05/05/2022

Bransaportrett Bjössa á HönnunarMars

HönnunarMars er loksins runninn upp. Í stað þess að lífga upp kaldan og dimman mars kemur hann inn í vorið – í björtum maí í þetta skiptið, dagana 4.–8. maí.

Björn Jónsson, grafískur hönnuður á Pipar\TBWA, fagnar HönnunarMars með því að opna sýninguna Bransaportrett hér á stofunni. Við fögnum að sjálfsögðu með honum enda öll tilefni vel þegin eftir samkomubann undanfarinna ára. Bransaportrett eru teiknaðar portrettmyndir af ýmsu samferðafólki Björns úr auglýsingabransanum, í kringum 60 kunnugleg andlit. Myndirnar hafa orðið til á undanförnum tveimur áratugum af margvíslegum tilefnum.

Sýningin er á PiparTBWA í Guðrúnartúni 8 (gengið inn portmegin upp tröppurnar) og er opin sem hér segir:

Fimmtudag 17–21
Föstudag 17–21
Laugardag 12–17
Sunnudag 13–17

Við hvetjum lesendur Fimmtudags til að koma við hjá okkur á Pipar\TBWA og skoða Bransaportrett Björns á meðan HönnunarMars stendur.