d live
02/02/2023

DLive — samfélagsmiðlaumsjón

Hjá PiparTBWA er deild sem snýr að daglegri samfélagsmiðlaumsjón fyrir fyrirtæki. Hér mætum við auknum hraða samfélagsins og bregðumst við líðandi stund, verkefnum og óvæntum uppákomum í nánu og daglegu samstarfi við viðskiptavini. Á meðan The Engine sinnir stafrænni markaðssetningu með árangursdrifnar auglýsingar að leiðarljósi (e. Paid) snýr vinna DLive að því að efla nánd fyrirtækja við viðskiptavini og halda uppi samfélagi með fræðslu, fróðleik og mannlegum efnistökum. Megináhersla er lögð á miðla á borð við Facebook, Instagram og LinkedIn en þjónustan er þó sniðin að hverjum og einum. Efnið er unnið jafnóðum og sett út samdægurs því enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér.