Mynd af gylltum texta.
06/05/2021

DAS ist gut

Ný herferð fyrir Happdrætti DAS hefur litið dagsins ljós. Mikið er um fjólubláa og þýska skírskotun í öllu efni, kímni í bland við nytsamlegar upplýsingar og allt þar á milli. Tilefnið er nýtt happdrættisár þar sem margt fallegt er í boði, útdráttur alla fimmtudaga, vinningslíkur með þeim mestu sem þekkjast og aðalmarkmiðið skýrt: Að búa íbúum Hrafnistu sem mesta hamingju og lífsgæði.

Verkið var óskaplega skemmtilegt í vinnslu, gleðin við völd og samstarfið afar gott. Myndvinnsla var í höndum Eyrúnar Eyjólfsdóttur Steffens og Baldur Ragnarsson samdi stefið.