dominos borgar
01/12/2022

Domino’s greiðir fyrir íþróttaiðkun krakka

Domino’s er með höfuðstöðvar sínar í Breiðholti og ákvað að greiða hluta foreldra í æfingagjöldum fyrir öll börn í hverfinu sem vilja æfa fótbolta, blak eða badminton með hverfisliðinu Leikni. Að æfa íþróttir er nefnilega ekki aðeins hollt fyrir líkamann, heldur sálina líka, að ógleymdum félagslega þættinum. Til að vekja athygli foreldra í hverfinu á þessu samfélagsverkefni Domino’s og hvetja þá til að skrá börnin sín á æfingar með Leikni fengum við frábæra krakka í myndatöku hjá okkur. Síðan bjuggum við til efni fyrir útimiðla, samfélagsmiðla og prentmiðla á íslensku, ensku og pólsku til að fylgja þessu verkefni eftir. Að ógleymdum dreifimiðum sem bornir voru í hús í hverfinu.