tbwa norge
01/12/2022

Dótturfyrirtæki Pipars\TBWA í Noregi

Stofan okkar í Noregi, Pipar\TBWA hefur fengið nýtt nafn og heitir nú TBWA\Norway. Af því tilefni var haldin veisla í nýjum húsakynnum fyrirtækisins í miðborg Óslóar. Sendiherra Íslands í Noregi, Högni Kristjánsson, kom og færði fyrirtækinu heillaóskir við þetta tækifæri. Hinn rammíslenski Björn Jörundur gladdi gestina með söng og gítarleik.

Starfsemi stofunnar í Noregi hefur farið ört vaxandi og Pipar\TBWA hér heima og norska stofan vinna saman að ýmsum verkefnum og deila kröftum milli landa. Á myndinni má sjá Ásgerði Magnúsdóttur sendiherrafrú, Steinunni Þórðardóttur formann Norsk-íslenska viðskiptaráðsins, Valgeir Magnússon framkvæmdastjóra TBWA\Norway og Högna Kristjánsson sendiherra Íslands í Noregi.