hrekkjabaka
14/11/2024

Draugagangur á Domino’s

Vart varð við reimleika í verslunum Domino’s á fimmtudaginn í síðustu viku þegar Þriðjudagstilboðið gekk aftur, en að þessu sinni í hrekkjavökubúningi. Við bjuggum til smá herferð þar sem sagt var frá Hrekkjabökutilboðinu á vefmiðlum, samfélagsmiðlum, í útvarpi og á útiskiltum borgarinnar, auk þess sem nokkur gamaldags veggspjöld fengu að njóta sín. Skemmst er frá því að segja að landsmenn tóku Hrekkjabökutilboðinu vel og fjölmenntu á Domino’s eftir langan dag við grikkjahótanir og gotterísbetl í kuldanum.