Áður starfaði Hallfríður hjá NITO (The Norwegian Society of Engineers and Technologiests, sem eru stærstu samtök verk- og tæknifræðinga með bakkalár-, meistarapróf eða hærri menntun í Noregi). Þar var hún vefstjóri og hafði umsjón með samfélagsmiðlum samtakanna, með áherslu á markaðssetningu og greiningar á Facebook, Instagram og LinkedIn. Auk þess hefur fjöldi fyrirtækja fengið hana til liðs við sig sem sérfræðing á sviði stafrænnar áætlanagerðar og sem samfélagsmiðlasérfræðing.
Hallfríður er hin fullkomna blanda af stefnumótanda og sérfræðingi, með mikinn áhuga á samfélagsmiðlum og stafrænum samskiptum. Hún er vinsæll fyrirlesari og ráðgjafi á sviði stefnumótunar og efnisöflunar á öllum samfélagsmiðlarásum, með víðtæka reynslu af markaðssetningu á samfélagsmiðlum.
Hún hefur þjálfað og haldið námskeið fyrir um 100 stjórnendur og fyrirtæki á borð við Gjensidige, Taxback International, Maskingrossisternes Forening, Bergen Kommune, Herøya Industripark, Trygg Trafikk, Norges Forskningsråd, Nelfo, NHO, UiO, Ass Bryggeri, Stavanger Kommune, Scandic Hotels, Thon Hotels, Storebrand, Hansa-Borg Bryggerier, BUFDIR, Kristiansand Municipality, Necon Energi, NEAK, NMBU, Conscia Norway, TU Jobb og fleiri.
Hún heldur námskeið á íslensku, ensku og norsku, bæði fyrir félög og opinbera aðila, en hennar styrkleiki liggur einkum í því hvernig B2B fyrirtæki geta starfað með skilvirkari hætti, aukið sýnileika sinn og náð árangri á samfélagsmiðlum, einkum LinkedIn.