Brosandi stelpa.
06/05/2021

Allar flottustu snyrtivörurnar

Lyf & heilsa er svo langt frá því að vera aðeins apótek. Lyf & heilsa er líka ein stærsta og glæsilegasta snyrtivöruverslun landsins. Til að minna á þessa skemmtilegu staðreynd var farið í hátískuljósmyndatöku. Litir, krem, farði og glamúr fengu að njóta sín. Við fengum listafólk í förðun og hárgreiðslu til liðs við verkefnið og Íris Dögg Einars ljósmyndari kom með sitt einstaka auga. Um hár á módelum sá Rakel María Hjaltadóttir, um förðunina Sara Dögg Jónsdóttir og stílisti var Sigrún Ásta Jörgensen. Listræn stjórnun og hugmyndavinna var í höndum PiparsTBWA. Ljósmyndirnar litríku og fallegu hafa prýtt skýli og skilti höfuðborgarinnar að undanförnu ásamt því að gleðja samfélagsmiðla og aðra vefmiðla.

Auglýsingaherferð fyrir Lyf og heilsu - Allar flottustu snyrtivörurnar