jolamunur
12/01/2023

Finndu jólamuninn – Blush

Herferð Blush, Finndu muninn, var færð í nýjan búning fyrir hátíðarnar. Markmiðið var nú sem fyrr að vekja athygli á því að kynlífsleikföng séu eðlilegur hluti af heilbrigðu og góðu kynlífi – og þar með daglegu lífi fólks. Fjársjóðsleitin hélt þannig áfram, en nú gátu viðskiptavinir skemmt sér við að leita að vörum frá Blush í jólabakstrinum, áramótaboðinu og í hinu árlega janúarátaki eftir áramótin.

Við fengum Önnu Kristínu Óskarsdóttur til að ljósmynda og bjuggum til herferð sem birtist á útiskiltum, vef- og samfélagsmiðlum. Auk þess fengum við nokkra vel valda áhrifavalda til að sýna frá jólabakstrinum á sínu heimili áður en fyrsti hluti herferðarinnar fór í loftið á aðventunni.