blush
07/07/2022

Finndu muninn

Við unnum umtalaða herferð fyrir Blush, sem undirstrikar að kynlífsleikföng séu eðlilegur hluti af heilbrigðu kynlífi. Við bjuggum til þraut þar sem kynlífsleikföng eru sýnd í hversdagslegum aðstæðum og fólk hvatt til að reyna að finna þau innan um alla hina hversdagsmunina. Gerðir voru vefborðar, útvarp, umhverfisgrafík, stop-motion myndbönd og alls konar samfélagsmiðlaefni. Áður en eigandi Blush setti húsið sitt á sölu kom hún vörum úr versluninni fyrir innan um aðra muni sem sáust á myndunum í fasteignaauglýsingum. Kvitturinn komst heldur betur á kreik og fólk skemmti sér við að leita að kynlífsleikföngum innan um heimilismuni á fasteignamyndunum.