Félag kvenna í atvinnulífinu hélt ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar og viðurkenningarathöfn á dögunum. Við framleiddum stutt kynningarmyndbönd sem minntu okkur á ójafnvægi í samfélaginu og drógum upp fána til þess að sýna blákaldar staðreyndir um mismunun kynjanna.
Fánarnir túlka þessar staðreyndir:
Af hverjum 100 æðstu stjórnendum íslenskra fyrirtækja eru 77 karlar og 23 konur.
Af 20 forstjórum fyrirtækja í
53 viðurkenningar voru veittar að þessu sinni til fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra aðila sem er aukning um 8 milli ára. Það er skref í rétta átt — en betur má ef duga skal.