verðlaunagripur.
01/07/2021

Frægð í útlöndum

Íslenskar auglýsingastofur hafa verið nokkuð í fréttum undanfarið fyrir góðan árangur í ýmsum alþjóðlegu samkeppnum, ásamt því að afla nýrra erlendra viðskipta. Sem betur fer er þetta næstum árlegur viðburður hjá íslenskum auglýsingastofum og sýnir að tekið er eftir gæðum hérlendrar vinnu í löndum sem við viljum bera okkur saman við í Evrópu og Norður-Ameríku.

En hverju skilar það að hérlendar stofur reyni að vinna alþjóðleg verðlaun? Í fyrsta lagi er það eitt að hugsa um að taka þátt í erlendum keppnum mikilvægt skref fyrir íslenskar stofur og segir að þær hafi metnað til að bera sig saman við stofur á stærri mörkuðum, þó þær stofur hafi iðulega dýpra og meira aðgengi að mannafla og upplýsingum sem geta gert herferðirnar betri.

En sigur er ekki alltaf það sem skiptir mestu máli. Að stofa sé tilnefnd er í flestum tilvikum nóg. Enda hafa þær íslensku stofur sem hafa tekið þátt í erlendum keppnum verið duglegar að raka til sín tilnefningum, þó þær hafi kannski ekki unnið eins mikið í sínum flokkum. Tilnefning sýnir að verkefnið sem sent var inn í keppnina var svo sannarlega á heimsmælikvarða og stendur vel í samanburði við aðrar tilnefningar.

Íslenskar stofur geta vel og eiga að bera sig saman við stórar erlendar stofur. Í síðustu keppni, European Search Awards, fengum við 11 tilnefningar sem var fjórða besta hlutfall tilnefninga af þeim stofum sem sendu inn. Við unnum bara ein verðlaun, en að fá 11 tilnefningar er mikill sigur og ætti líka að vera hvatning til allra íslenskra stofa að hugsa stórt og hika ekki við að bera sig saman við þær stofur sem við teljum vera á heimsmælikvarða. Þá verðum við það líka!