Sjóvá bættist nýlega í hóp viðskiptavina Pipars og eitt af fyrstu verkefnum okkar saman var yfirhalning á framrúðuplástrunum þeirra. Með nýja framrúðuplástrasettinu fylgir allt til alls, blautþurrka til þess að þrífa kringum sprunguna og tveir plástrar — svona til öryggis. Með því að skella plástri yfir smærri skemmdir aukast líkurnar á því að hægt sé að gera við rúðuna í stað þess að skipta um hana og þannig sparast fyrirhöfn og peningar. Að auki eru framrúðuviðgerðir 24.000 sinnum umhverfisvænni en framrúðuskipti.
Þurrkan og plástrarnir koma í handhægu umslagi sem ætti að vera í hverjum bíl.