gaeludyrin
07/12/2023

Gæludýrin hjá Sjóvá

Gæludýraeigendur sem tryggja dýrin sín hjá Sjóvá fengu á dögunum boð um að vera með í verkefni á vegum tryggingafélagsins með því að senda inn myndir af dýrunum sem síðan birtust á skiltum og strætóskýlum um borgina, vefborðum og samfélagsmiðlum. Mörg hundruð innsendingar bárust sem glöddu borgarbúa sem áttu leið í vinnu einn nóvembermorguninn. Skilaboðin voru afar einföld og eingöngu til þess fallin að ylja landanum í myrkrinu.

Litlu módelin fengu ekki greitt fyrir þátttökuna en í stað þess styrkti Sjóvá Dýrahjálp Íslands um hálfa milljón króna. Öllum fyrirsætunum var síðan safnað saman á vefsíðunni okkardyr.is