HeForShe vann gullverðlaun Clio
09/09/2019

Gullverðlaun á Clio

Við hjá PiparTBWA vorum að fá gullverðlaun á einum stærstu og virtustu auglýsingaverðlaunum heims, CLIO awards.

Tilefni þessa magnaða heiðurs er He for she-herferðin sem við unnum með íslenskri landsnefnd UN Women, „Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur“.
Sum verkefni halda áfram að gefa og gefa.

Við höldum stolt og glöð inn í helgina og sendum samstarfskonum okkar hjá UN Women og öllum sem komu að verkefninu okkar innilegustu hamingjuóskir.

Hér er frétt um verðlaunin:
https://www.vb.is/eftirvinnu/islensk-auglysing-faer-gullverdlun-clio/156885/

Hópurinn á bak við auglýsingaherferðina HeForShe fyrir UN Women

UN Women teymið: Hreiðar Júlíusson, Víðir Björnsson, Sævar Sigurgeirsson, Ásdís Rúnarsdóttir, Björn Jónsson, Vigdís Jóhannsdóttir, Selma Þorsteinsdóttir og Snorri Sturluson.