Hagkaup hefur fylgt þjóðinni í 64 ár. Til að fagna afmælinu var ráðist í að sýna sögu þessa frumkvöðlafyrirtækis og rifja upp allar góðu stundirnar með þjóðinni, allt frá fyrstu árum Hagkaups sem póstverslunar til verslunarinnar sem við þekkjum í dag. Á slíkum tímamótum er aðeins einn afmælissöngur sem kemur til greina, ljúfir tónar úr smiðju Bítlanna.
Árni Þór Jónsson leikstýrði af einstakri fagmennsku og framleiðsla var í góðum höndum hjá Republik. Glæsilegir búningar Hönnu Rós V. Hannam færðu okkur fram og til baka í tíma og Ásta Hafþórsdóttir gerði slíkt hið sama með óaðfinnanlegri förðun. Stefán Örn Gunnlaugsson meðhöndlaði lagið listavel og Sveinn Speight ljósmyndaði af sinni alkunnu snilld.