Hela jardarber 3 100

RJC

Héla

Það skein sól í heiði síðasta sumar þegar við fengum það verkefni að hanna umbúðir og nafn fyrir nýjan drykk sem flokkast sem harður seltzer. Gerðar voru umbúðir fyrir tvær bragðtegundir; jarðarberja & sítrónu og greipaldin. Héla er kolsýrt lindarvatn með keim af sætu og súru, rétt eins lífið.
 
Fyrir áhugasama má nefna að í hverjum 100 ml eru aðeins 23 hitaeiningar. Þessi drykkur er léttur, ferskur og svalandi, bestur vel hélaður, og ber vonandi með sér sólargeisla inn í vorið en hann er einmitt á leið á markað þessa dagana.
minni hlid hela 2

Hela greip 2 100
Hela jardarber 100