Gangstéttarhella.
01/07/2021

Hjálparhellan frá BM Vallá

BM Vallá svaraði ákalli Unicef um um að styrkja alþjóðlegt verkefni um dreifingu bóluefna við Covid-19 til efnaminni landa heims. Fyrir hverja 10 fermetra af hellum keyptum á árinu tryggir BM Vallá dreifingu á bóluefni við Covid-19 fyrir einstakling í efnaminni ríkjum heims. Til að tengja verkefnið framleiðslu BM Vallá varð að ráði að kalla það Hjálparhellu. Við mótuðum hugmyndina og gerðum auglýsingaefni fyrir verkefnið. Aldrei að vita nema Hjálparhellan haldi áfram að leggja góðum málefnum lið í framtíðinni.