te
14/03/2022

Ilmandi te í grisjum

Langþráður draumur Te & Kaffi varð að veruleika þegar 6 bragðtegundir af ilmandi te í grisjum voru settar í sölu í febrúar. Telaufin eru óbrotin í grisjunum og pokinn úr niðurbrjótanlegu lífplasti. Þegar hann er opnaður stígur upp yndislegur ilmur og bragðið af teinu stenst allar væntingar. 
Við hönnuðum nýtt útlit fyrir nýjar og vistvænni teumbúðir, auk þess að taka ljósmyndir og myndbönd af teinu. Sjaldan hefur vinnudagurinn ilmað jafn vel.