vatni hellti í glas.
01/07/2021

Já en, já en, hvað með kostendur?

EM í knattspyrnu stendur sem hæst um þessar mundir. Óneitanlega vakti það athygli á blaðamannafundi fyrir leik á dögunum þegar stórstjarnan sjálf, Cristiano Ronaldo, færði tvær Coca Cola flöskur úr mynd og hampaði í staðinn vatnsflösku (ómerktri). Daginn eftir fjarlægði knattspyrnuhetjan Paul Pogba Heineken-flösku úr mynd á blaðamannafundi. Við getum eflaust flest verið sammála um að vatnið sé hollari kostur en kókið og/eða bjórinn. En það breytir því ekki að UEFA hefur samþykkt að þessi stóru vörumerki séu meðal stærstu kostenda keppninnar. Hverjar eru þá skyldur fótboltahetjanna sjálfra gagnvart kostendum? Tja, maður spyr sig. Þess má geta að bæði stórveldin, Frakkland og Portúgal, eru reyndar þegar fallin úr keppni og mögulega eru þessir tveir of stórar stjörnur fyrir EM.