Jólamynd Te og kaffis.
14/01/2021

Jólavörur og vistvænni umbúðir

Nýjar og vistvænar umbúðir ryðja sér til rúms hjá Te & kaffi og fyrsta verkið í því ferli eru jólavörur fyrirtækisins. Grafíkin er innblásin af Þingvallavatni og hönnuð þannig að myndefnið flæðir allan hringinn án sauma eða samskeyta þegar vörunni er snúið heilan hring. Þegar pokar með möluðu kaffi og baunum eru lagðir hlið við hlið mynda þeir samfellu. Í framhaldinu er meiningin að aðrar umbúðir breytist á sama máta og nú þegar má sjá upphaf þess í hillum verslana.