Sanders dansar.
01/07/2021

KFC – Nú dönsum við

Við höldum áfram að leika okkur með ofurstanum og áttum nýlega afskaplega gleðilegan tökudag. Við fögnuðum afléttingu takmarkanna með frumsýningu á hluta efnisins og dönsuðum með Sanders fram undir morgun. Meira efni er í eftirvinnsluferli og því gott í vændum. Hópurinn sem stendur að þessu verkefni er orðinn nokkuð þéttur og sama fólk fylgir okkur milli tarna. Magnús Leifsson leikstýrði, Sveinn Speight tók ljósmyndir, Ragna Fossberg sá um gervið, Republik framleiddi og svo fer Dóri DNA að sjálfsögðu með hlutverk Colonel Sanders.

Og nú dönsum við.

Skoða KFC Nú dönsum við