Nýjasta uppátæki KFC og ofurstans er tónlistarmyndband í fullri lengd með öllu tilheyrandi. Dóri DNA hefur farið með hlutverk Sanders undanfarin ár og samlagast íslensku samfélagi í einu og öllu. Í þetta sinn býður hann heim til sín, eða í það minnsta í útópískan heim þar sem hann er á heimavelli. Dans, kímni og auðvitað ódauðlegt KFC-flæði, en textinn var settur saman af Dóra sjálfum með Króla sér til halds og trausts.
Þá samdi Króli líka lagið í samvinnu við Þormóð Eiríksson en Þormóður sá um tónlistarframleiðslu og upptökur. Myndbandinu leikstýrði Einar Egilsson, Skot sá um framleiðslu og Sveinn Speight tók ljósmyndir.