kolefnisjofnun
12/01/2023

Kolefnisjöfnun á PiparTBWA

Síðasta sumar gengum við í það verkefni að kolefnisjafna rekstur auglýsingastofunnar fyrir árið 2021. Jafnframt var gerð áætlun um kolefnisjöfnun til næstu fimm ára og að draga úr kolefnissporinu. Þetta er gert í samstarfi við fyrirtækið Súrefni sem sá um framkvæmdina á þessu, allt frá aðstoð við útreikning á kolefnisspori yfir í ráðgjöf um það hvernig draga mætti úr kolefnissporinu sem og að jafna það með vottuðum kolefniseiningum í samræmi við gögn úr rekstrinum.

Við töldum ekki eftir neinu að bíða með að stíga þetta skref þar sem það styttist í að kolefnishlutleysi fyrirtækja verði bundið í lög.

Kolefnisjöfnun eða kolefnishlutleysi fæst þannig að við greiðum ákveðna fjárhæð í samræmi við okkar kolefnisspor til ábyrgra og vottaðra verkefna sem skapa vottaðar kolefniseiningar. Vottuðu verkefnin sem við völdum eru Hreint vatn í Mósambík, Verndun skóga í Brasilíu og Vatnsaflsvirkjun í Tyrklandi.