krossmidlun 2023
12/10/2023

Krossmiðlun 2023

Markaðsráðstefnan Krossmiðlun verður á Grand Hotel 2. nóvember kl. 8:30–13:00.
Í beinu framhaldi gefst ráðstefnugestum kostur á að taka þátt í tveggja tíma vinnustofu sem Mark Pollard stýrir.
Nafnið Krossmiðlun vísar til þess að markaðsskilaboð þurfa að birtast á mörgum miðlum, að beita þarf margs konar leiðum til að koma skilaboðum áleiðis. Krossmiðlun var fyrst haldin árið 2012 og hefur verið haldin nokkuð reglulega síðan. Inntak Krossmiðlunar í ár er Branding & Strategy – Hvert stefnir þitt vörumerki?

Fimm spennandi og reynslumiklir fyrirlesarar sem koma víða að fjalla um mörkun, hönnun og vörumerkjastefnu. Aðalfyrirlesari er ástralski strategíumeistarinn, rithöfundurinn og hlaðvarpsstjarnan Mark Pollard sem á og rekur stefnumótunar- og þjálfunarfyrirtækið Sweathead í New York. Seint verður lögð nægilega mikil áhersla á mikilvægi branding og stefnumótunar í árangri fyrirtækja. Sterk vörumerki eru óhemju dýrmæt vegna þess að þau stuðla að árangri fyrir fyrirtæki til lengri tíma. Viðskiptavinir eru líklegri til þess að halda tryggð (e. loyalty) við vörumerkið til lengri tíma, jafnvel á tímum samdráttar. Orðsporsáhætta verður minni og fyrirtæki geta selt vörur sína og þjónustu á réttu verði (e. price premium).