Þetta er þriðja árið sem við komum að Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ. Árið 2019 var merkilegt ár, 30 ára afmæli hlaupsins. Árið 2020 var stóra verkefnið að endurhugsa ímynd hlaupsins, þ.á m. Kvennahlaupsbolinn og alla framkvæmd með tilliti til umhverfisvitundar og ábyrgðar. Heimsfaraldur flækir málin töluvert en það er þó mikið ánægjuefni að hlaupið verður haldið og að sjálfsögðu er það fyrir fólk af öllum kynjum.
Til viðbótar við annað auglýsinga- og kynningarefni hannaði PiparTBWA einnig bolinn í ár. Í öllu efni þurfti að leggja mikla áherslu á nýjan tíma hlaupsins sem hingað til hefur verið haldið í júní. Nú verður hlaupið 11. september um land allt og að sjálfsögðu hvetjum við hvert einasta mannsbarn til að mæta. Ljósmyndir af konum í myndefni tók Sveinn Speight. Allar upplýsingar má finna á kvennahlaup.is hvar einnig má finna hlekk á miðasölu.