olis 1
07/07/2022

Leiktu þér með Olís

Sumarleikur Olís er nýr tölvuleikur sem gengur út á að para saman vini og er tilvalinn fyrir farþega til að stytta biðina á leið í útileguna eða bústaðinn. Þátttakendur geta unnið sér inn vinalega glaðninga á hverjum degi og veglega vinninga í lok sumars. Þá geta ferðalangar einnig leikið sér að því að safna stöðvum með því að skanna QR-kóða á fimm mismunandi Olísstöðvum um allt land í sumar. Þar er sömuleiðis til mikils að vinna.

Sumarleikur Olís var hannaður og forritaður á Pipar\TBWA og til að segja ferðaþyrstum landanum frá leikjum sumarsins unnum við markaðsefni sem skartar nýju heildarútliti Olís, sem fyrirtækið kynnti til sögunnar fyrir skemmstu.