serstada

Sérstakur morgunfundur fyrir viðskiptavini Pipars\TBWA

Dýrmæt sérstaða vörumerkja í hringiðu gervigreindar

Sérstaða vörumerkja hefur aldrei verið mikilvægari en einmitt nú þegar gervigreindin mótar neysluhegðun, efnisgerð og jafnvel stefnumótun á áður óþekktum hraða. Hættan á einsleitni eykst og vörumerki sem líta út og hljóma eins falla í skuggann. Sjaldan hefur verið mikilvægara en einmitt núna að halda í stefnufestu vörumerkja og að þau hafi sjónræna sérstöðu.
 
Það er hægt að nýta gervigreind til að styðja við þessa eiginleika, ekki með því að leysa mannlega sköpun af hólmi, heldur með því að benda á og efla innsýn okkar. En það krefst þess að við endurhugsum hvernig við byggjum upp og verjum aðgreinandi þætti vörumerkjanna; tón, útlit, gildi þeirra og tilgang.
 
Það eru allar líkur á að þeim sem auðnast að nýta gervigreind til að skerpa á sérstöðu sinni, verði þau sem standi upp úr. Það eru sem fyrr, vörumerkin sem njóta trausts, þessi sem fólk þekkir og man eftir.
 
Mikko Pietilä frá TBWA\Helsinki kemur til Íslands og kynnir:

Future of Brand Distinction in the Age of AI

Í erindi sínu fjallar Mikko um hvernig vörumerki geta haldið í sérstöðu sína, í heimi hraða, gervigreindar og einsleitni. Hann sýnir hvernig hægt er að nýta AI sem bandamann til að efla, en ekki veikja, sérstöðu og tengingu við neytendur.
 

AI-tól TBWA og hvernig Pipar\TBWA nýtir þau til að efla íslensk vörumerki

Pipar\TBWA er hluti af TBWA\Worldwide, einni stærstu og virtustu alþjóðlegu auglýsingastofukeðju heims. Þannig hefur Pipar\TBWA aðgang að fjölbreyttum og öflugum gervigreindartólum sem hjálpa vörumerkjum að aðgreina sig og dafna í síbreytilegu umhverfi.
 
Með verkfærum á borð við Cultural Intelligence, Edge Discovery og Distinctive Brand Health, geta viðskiptavinir Pipars\TBWA:
Skilið betur stöðu sína í samkeppni og menningarumhverfi.
Kortlagt stefnu og ný tækifæri með gagnadrifnu innsæi.
Nýtt AI sem stuðning til að skapa vörumerki sem eru bæði minnistæð og árangursrík.
 
Á morgunfundinum sýnir Mikko Pietilä, forstöðumaður nýsköpunar hjá TBWA\Helsinki, hvernig þessi tól nýtast í framkvæmd og hvernig Pipar\TBWA getur stutt viðskiptavini sína með innsýn, stefnumótun og tækni.
 
Þessi morgunfundur er eingöngu ætlaður viðskiptavinum Pipars\TBWA og býður upp á dýrmæta innsýn í hvernig ný tækni og gervigreind geta orðið raunverulegur styrkur í vörumerkjastjórnun. 
 
 
ATH. Bílastæði við húsakynni okkar að Guðrúnartúni 8 eru fyrir framan húsið (gjaldskyld, svæði 3), meðfram Sæbraut. Gengið er inn í húsið úr portinu, niður tröppur á bak við. Verið velkomin!

Staðsetning

PiparTBWA Guðrúnartún 8, 105 RVK.
Miðvikudaginn 21. maí kl. 9:00–11:00

Dagskrá

09:00 Hvernig halda vörumerki sérstöðu sinni í heimi hraða, gervigreindar og einsleitni. Hvernig nýtum við AI sem bandamann?

11:00–11:30 Umræður og spurningar

Kaffiveitingar í boði.

Viðburðurinn er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.


    Fyrirlesari

    Mikko Pietila klipp

    Mikko Pietilä

    Head of Next, TBWA\Helsinki. Mikko er hugsuður og skapandi leiðtogi í nýsköpun á sviði markaðsmála og tækninýjunga. Hann stýrir Next hjá TBWA\Helsinki, nýsköpunararmi stofunnar sem vinnur á mótum vörumerkja, gagna, menningar og tækni – með það að markmiði að skapa næstu kynslóð lausna fyrir vörumerki sem vilja skara fram úr.
    Mikko hefur á síðustu árum markað sér sérstöðu sem talsmaður fyrir mikilvægi aðgreiningar vörumerkja á tímum stafrænnar óreiðu, ef svo má segja. Hann er með mjög góða innsýn í hegðun, menningu og tækniþróun og hefur sýnt að hann hefur einstakt lag á að tengja saman stefnu, sköpun og nýjustu tól sem í boði eru.