Í BIRTINGU

Morgunfundur um þróun á íslenskum fjölmiðlamarkaði

Morgunfundur um þróun á lestri, áhorfi og hlustun í íslenskum miðlum síðustu tvö ár, rýnt í gögnin sem nýtt eru sem hjálpartæki við árangursríkar birtingaáætlanir. Hvernig komum við vöru og þjónustu á framfæri í síbreytilegum fjölmiðlaheimi?

Hvernig tókst að koma malbiki á kortið? Það verður skýrt með dæmum úr auglýsingaherferð fyrir malbikunarstöðina Colas sem náði til flestra miðla. Þar kemur ýmislegt óvænt í ljós.

Í kjölfarið verður umfjöllun um daglega dekkun á samfélagsmiðlum og hvað virkar vel þar.

ATH. Fullbókað er á viðburðinn

 
 
ATH. Bílastæði við húsakynni okkar að Guðrúnartúni 8 eru fyrir framan húsið (gjaldskyld, svæði 3), meðfram Sæbraut. Gengið er inn í húsið úr portinu, niður tröppur á bak við. Verið velkomin!

Staðsetning

PiparTBWA Guðrúnartún 8, 105 RVK.
Fimmtudaginn 27. febrúar kl. 9:00–10:30

Dagskrá

09:00 Lestur, áhorf og hlustun í íslenskum miðlum 2022–2024
09:45 Malbikið – Auglýsingaherferð Colas þvert á miðla
10:05 Samfélagsmiðlar sem auglýsingamiðill
10:20–10:30 Umræður og spurningar

Kaffiveitingar í boði.

Viðburðurinn er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.


    Fyrirlesarar

    Huld Óskarsdóttir

    Deildarstjóri í PiparMedia. Huld er þrautþjálfuð í að rýna í og lesa gögn. Lestur, hlustun, áhorf, smellir, jafnvel umferð um götur, eru meðal gagna sem hún nýtir í starfi.
    Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á fjölmiðlanotkun á Íslandi og fylgist grannt með neytendahegðun og stöðu vörumerkja á samkeppnismarkaði. Huld fjallar um þróun íslenskra miðla síðustu tvö ár þar sem öllu máli skiptir að nýta hverja birtingakrónu vel.

    Lára Zulima Ómarsdóttir

    Deildarstjóri í Feed, nýlega stofnaðri almannatengsla- og samfélagsmiðladeild PiparsTBWA.
    Lára er með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslum, m.a. sem fréttamaður, vefristjóri og framleiðandi og dagskrárgerðarkona í útvarpi og sjónvarpi.

    Alma Finnbogadóttir

    Sérfræðingur í samfélagsmiðlum í Feed. Alma er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og stundaði meistaranám í Fashion Management við Parsons School of Design í New York, og starfaði meðfram námi í samfélagsmiðla- og markaðsstofunni LYF Socials.