Pantone Litur Arsins 1500x750jpg
13/01/2022

Pantone litur ársins 2022

Litafyrirtækið Pantone hefur afhjúpað lit ársins 2022. Að þessu sinni varð PANTONE 17-3938 Very Peri fyrir valinu: kraftmikill periwinkle-blár með líflegum fjólubláum undirtón. Hann hefur kraftmikla nærveru og hvetur til hugvitssemi og sköpunargleði. Í honum mætast tryggð og festa bláa litarins og orka og eftirvænting hins rauða. Hann hefur ferskan blæ og ber vott um sjálfsöryggi og forvitni. Vonandi verður 2022 Very Peri í einu og öllu.