jafnvaegisvogin
13/10/2022

Réttum myndina

Ráðstefna Jafnvægisvogar FKA var haldin á miðvikudag. Til að auglýsa viðburðinn og verkefnið bjuggum við til skakkar auglýsingar sem birtust í sjónvarpi, prentmiðlum og vefborðum í aðdraganda ráðstefnunnar. Allt var þetta gert til að vekja athygli á þeirri skökku mynd sem birtist þegar skipan í stjórnendastöður hér á landi er skoðuð, en í dag eru aðeins 24% forstjóra og framkvæmdastjóra á Íslandi konur.

Fyrirtækin sem tóku þátt í auglýsingunum með okkur voru Olís, S4S ehf., Play Airlines, BL ehf., Lyf & heilsa og Sjóvá. Við þökkum þeim kærlega fyrir þátttökuna!

Jafnvægisvogin – hreyfiaflsverkefni FKA er samstarfsverkefni FKA, forsætisráðuneytisins, Sjóvá, Deloitte, RÚV og Pipar\TBWA.