jolafot
01/12/2022

Sæmundur í jólafötunum

Ný hátíðarútgáfa hins sígilda Kremkex frá Frón hefur nú fundið hillur matvöruverslana. Kryddaður með kanil og negul gefur hinn jólaklæddi Sæmundur upptaktinn að jólum. Kexverksmiðjan Frón og Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar höfðu fyrr á árinu farið í sameiginlega herferð þar sem ýmsir Sæmundar sátu fyrir í fötum frá versluninni. Nú höldum við áfram og setjum jóla-Sæmund í jólafötin frá K&S. Til að koma þessu á framfæri gerðum við umhverfisgrafík, strætóskýli og sjónvarpsauglýsingar.