Ungt fólk að dansa.
01/07/2021

Samgöngustofa – Smellum saman

10% fólks í umferðinni á Íslandi notar ekki bílbelti. Þegar Samgöngustofa bar þetta vandamál upp við okkur hér á stofunni urðum við jafn hissa og vantrúuð og þú ert núna, lesandi góður. Eftir nokkra snarpa fundi tókum við þá stefnu að vekja athygli á málinu með sem skemmtilegustum hætti — og þá er fátt sem trompar dans og söng. Lokaútkoman var tónlistarmyndband með öllu tilheyrandi við lag flutt af Króla og Rakel Björk. Lag og texti er eftir Snæbjörn Ragnarsson, leikstjóri er Reynir Lyngdal. Framleiðslan var umfangsmikil, ferlið langt og útkoman sérlega ánægjuleg. Nánar um verkið hér.