olympiufarar
12/10/2021

Sendiherrar studdir af Toyota

Toyota er alþjóðlegur samstarfsaðili Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra. Það er markmið Toyota að stuðla að því að jákvæð gildi íþrótta, kraftur og áskoranir verði innleidd á sem flestum sviðum í heiminum, veiti innblástur og leiði til sameiningar meðal áhorfenda og keppenda.

Toyota á Íslandi studdi Ólympíufara í flokki fatlaðra allan tímann á meðan undirbúningi og æfingum stóð. Gert var kynningarefni um íslensku sendiherrana okkar sem gefur innsýn í það hvernig þessar íþróttahetjur hafa fundið sín ómögulegu markmið og náð þeim. Myndirnar tók Baldur Kristjánsson, en stílisti var Sigrún Ásta Jörgensdóttir.