vegasalt hero 2

Stígamót

Sjúkást

Sjúkást er forvarnarátak á vegum Stígamóta um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna. Markmið átaksins er að ungmenni þekki lykilhugtök á borð við mörk og samþykki og geti greint muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum. Pipar hefur fylgt verkefninu frá upphafi og er þetta 7. árið í röð sem við komum að hugmyndavinnu og uppsetningu.

Í ár er áherslan lögð á jafnvægi í samskiptum og Vegasaltið er tól sem hjálpar fólki að meta stöðuna. Staða okkar, ástand og líðan hafa áhrif á sambönd og oft hallar á annan aðilann, jafnvel þótt fólk geri sér ekki grein fyrir því. Með því að draga hugtök inn á vegasaltið má betur gera sér grein fyrir jafnvæginu.

Við þökkum Stígamótum kærlega fyrir samstarfið og hlökkum til næsta árs. Að auki fær fólkið fyrir framan myndavélina okkar bestu þakkir en þau gáfu öll vinnu sína. Takk!

nokkrir
vegasalt Billboard
vegasalt