Sjúkást er forvarnarátak á vegum Stígamóta um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna. Markmið átaksins er að ungmenni þekki lykilhugtök á borð við mörk og samþykki og geti greint muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum. Pipar\TBWA hefur fylgt verkefninu frá upphafi og er þetta 5. árið í röð sem við komum að hugmyndavinnu og uppsetningu.
Í ár er áherslan sett á nýja samskiptaleið fyrir ungmenni á aldrinum 13–19 ára, netspjall fyrir áleitnar spurningar sem brenna á okkur öllum. Fagfólk svarar nafnlausum fyrirspurnum, gefur góð ráð og fagálit. Kynningarefni fyrir verkið var unnið hér innanhúss en sjónvarpsauglýsingin var unnin í samstarfi við Norður og leikstýrt af Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur.
Á sjukast.is má finna allt um verkefnið, sem og eldri herferðir sem allar voru unnar í samvinnu Stígamóta og Pipars\TBWA.