Pipar Joladagatal 1500x750 1
13/01/2022

Stærsta jóladagatal í Reykjavík

Þegar hönnuður í Pipar\TBWA áttaði sig á því að í glugganum yfir anddyrinu á Kaaber-húsinu, þar sem við störfum, eru 24 rúður þá var eins og þessar sömu rúður hrópuðu: Jóladagatal! Og sjá, til varð stærsta jóladagatalið í Reykjavík. Allan desember til aðfangadags „opnuðust“ gluggarnir hver af öðrum þar til allar 24 rúður höfðu fengið táknmynd fyrir sinn dag. Sæbraut blasir við út um gluggana á Kaaber-húsinu en síðast en ekki síst „Sundin blá“. Þess vegna varð blái liturinn fyrir valinu sem grunnur í jóladagatalinu. Enn eitt dæmi um hvernig hönnun gleður og lífgar umhverfið.