Toyota Yaris Cross Hybrid er nýr bíll á götunum. Auðvitað lá beinast við að vinna kynningarefni út frá hinum vel þekkta fyrirrennara, Toyota Yaris, og þá staðreynd að Yaris Cross er stærri en hefðbundinn Yaris. Svo stór að hann kemst hvergi fyrir í auglýsingaplássum fyrir venjulegan Yaris.
Vefborðar, skjáauglýsingar, ljósaskilti, strætóskýli, prentauglýsingar. Ekkert rúmaði hinn nýja og stórcrosslega Toyota Yaris Cross Hybrid sem fann sér aukapláss þar sem þurfti.
Samvinnan við önnur fyrirtæki var óvenjuleg og afar skemmtileg. Það er nefnilega svo gaman að hafa gaman.