engine
14/01/2021

The Engine, Tetra Pak, Top 10 Digital og fleira!

Það gladdi okkur mikið þegar póstur barst í árslok frá MarTech Outlook, einu fremsta markaðstímariti heims, um að The Engine hefði verið valin ein af 10 bestu stafrænu markaðsstofum í Evrópu. Síðasta ár var The Engine býsna gjöfult þrátt fyrir árferðið og færði okkur verðlaun og viðurkenningar. Mesta viðurkenningin er þó frá viðskiptavinunum sjálfum í kjölfar þess árangurs sem við höfum náð fyrir þá. Alþjóðleg fyrirtæki sýna okkur vaxandi áhuga og að undangengnu ströngu ferli má þar nefna Tetra Pak og nú er það staðfest að við erum að fara að vinna fyrir bandarískt tæknifyrirtæki sem starfar í 700 borgum í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Er það mikil viðurkenning að íslensk stofa sé valin sem samstarfsaðili Google og Bing auglýsinga þar í landi.