SXSW lógó.
06/05/2021

Þér er boðið á kynningu 11. maí kl. 10–11

Árlega stendur South by Southwest fyrir viðburði um lykilatriði í markaðsmálum. SXSW er líklega þekktast fyrir ráðstefnur þar sem kvikmynda- og tónlistariðnaðinum ásamt gagnvirka iðnaðinum er stefnt saman, einstakur suðupottur hugmynda. Í ár litaðist þessi viðburður af aðstæðum, eins og fleiri viðburðir, og var haldinn á vefnum.

Okkur hjá Pipar\TBWA er umhugað um að tengja vörumerki við menningu og fyrirtæki. Við erum því alltaf með augun opin fyrir því hvað SXSW hefur upp á að bjóða, bæði fyrir okkur hjá TBWA og viðskiptavinina.

Í mars tóku 14 stefnumótunarsérfræðingar og hönnuðir frá TBWA þátt í 4 daga ráðstefnu um stefnumótun þar sem þeir deildu reynslu sinni. Við viljum deila lærdómi þessara sérfræðinga með þér og bjóðum þér að koma á kynningu á Teams. Um kynninguna sjá: Louise Sonne-Bergström (Thaning) stefnumótunarstjóri hjá TBWACopenhagen og Matt Chapman skipulagsstjóri hjá TBWAStockholm.

Á næstunni gerum við ráð fyrir að vera með fleiri kynningar í samstarfi við TBWA\Nordic.