topplistinn
12/01/2023

Topplistinn

Pizzurnar sem við pöntum segja ýmislegt um okkur. Domino’s Árið þitt 2022 er yfirlit yfir árið hjá viðskiptavinum Domino’s, sérsniðið að hverjum og einum. Með því að opna Domino’s appið eða vefinn gátu allir séð hvaða pizzu þeir pöntuðu oftast 2022, hvaða pizzutýpa þeir eru, hversu margar mínútur spöruðust í eldhúsinu og komist að afstöðu þjóðarinnar í eilífðardeilunni um ananas á pizzu.

Domino’s Árið þitt var samstarfsverkefni Domino’s, Pipar\TBWA, Datalab, Vettvangs og Stokks. Verkefnið hófst síðastliðið haust með hönnun útlits, teiknivinnu, handritsgerð og hugmyndavinnu. Auglýsingarnar birtust í öllum helstu miðlum og viðtökurnar voru framúrskarandi.