Toyota-jeppar.
14/01/2021

Toyota á Íslandi

Toyota á Íslandi er nýr viðskiptavinur Pipars. Eftir snarpan og skemmtilegan aðdraganda, fundi og vangaveltur, innsigluðum við samstarfið og hófumst strax handa. Toyota á sér ríka sögu á Íslandi og hefur verið leiðandi á bílamarkaðnum áratugum saman. Við tökum því við góðu búi og stefnan sú að gera gott betra. Fyrsta stóra verkið var risasýning núna í janúar, svokölluð Fjórsýning þar sem allir bílar eru fjórhjóladrifnir og fremstur meðal jafningja sjálfur Toyota Highlander, ný tegund, í fyrsta skipti hjá Toyota á Íslandi. Umfang herferðarinnar er mikið og allir miðlar nýttir. Fleiri verk eru nú þegar komin af stað.

Við fögnum Toyota á Íslandi sannarlega og bjóðum þau hjartanlega velkomin í viðskiptavinahópinn.