tryggvi 70ara
12/10/2023

Tryggvi T. Tryggvason sjötugur

Tryggvi T. Tryggvason, grafískur hönnuður á Pipar\TBWA, er sjötugur í dag! Hipp, hipp, húrra!

Tryggvi hóf sinn feril á Auglýsingastofu Kristínar Þorkelsdóttur árið 1976 og hefur starfað óslitið við fagið allar götur síðan, á stofum á borð við Yddu, Himin og haf, TBWA\Reykjavík og Pipar\TBWA, auk þess að hafa unnið sjálfstætt um tíma.

Hann hefur um áratugaskeið verið einn fremsti lógóteiknari landsins og á heiðurinn af mjög mörgum þekktum myndmerkjum. Má þar nefna merki Landsbankans, ORA, Mjólkursamsölunnar, Tryggingastofnunar, merki 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar, Íslandspósts og svo mætti lengi telja. Hann var einnig ötull frímerkjateiknari um árabil. Verðlaunin og viðurkenningarnar hlaupa að minnsta kosti á tugum og verða ekki talin upp hér.

En Tryggvi er ekki bara einn fremsti hönnuður landsins og fagmaður fram í finguróma. Hann er vönduð manneskja, frábær samstarfsmaður og skemmtilegur félagi, sem hlakkar enn til að mæta til vinnu eftir 47 ár í bransanum. Fáir njóta jafn góðs af því og við, vinnufélagarnir. Það eru forréttindi að fá vinna með Tryggva á hverjum degi. Sú ánægja er sannarlega okkar.

Heill þér, Tryggvi og til hamingju með afmælið!