selma og bjossi
08/09/2022

Tvenn bronsverðlaun í Bretlandi

Hin árlegu Creativepool-verðlaun voru veitt við hátíðlega athöfn í London síðastliðið fimmtudagskvöld. Við áttum tvö verkefni í keppninni að þessu sinni sem bæði unnu til bronsverðlauna: Sjúkt spjall, sem við gerðum fyrir Stígamót í flokknum Social Good og ORA jólabjór í flokknum Branded Content. Selma Rut Þorsteinsdóttir og Björn Jónsson yfirhönnuðir á Pipar\TBWA voru fulltrúar okkar við verðlaunaafhendinguna.

Við óskum Stígamótum, ORA, Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur leikstjóra, framleiðslufyrirtækinu Norður, Valgeiri Valgeirssyni bruggmeistara, RVK Brewing og öllum sem komu að þessum verkefnum innilega til hamingju!