Disruption®
Vörumerki í harðri samkeppni geta ekki fylgt í fótspor annarra heldur þurfa þau að vera leiðandi, á undan breytingum, í takti við tíðarandann og finna sérstöðu sem tryggir betri árangur.
Stefnumótunartól TBWA á 275 skrifstofum í 95 löndum
Um það snýst Disruption®, stefnumótandi aðferðafræði sem TBWA hefur þróað og notað í auglýsingagerð í yfir 40 ár með frábærum árangri.
Í Disruption® horfum við á hlutina með gagnrýnum hætti, kortleggjum samkeppnina, greinum stöðu vörumerkis á markaði og tækifæri þess til vaxtar og sérstöðu. Í Disruption brjótum við upp hefðir sem halda aftur af vörumerkinu, mörkum því sérstöðu og setjum okkur markaðslega sýn. Sú sýn leggur grunn að betri árangri.
Disruption® er markaðsleg stefnumótun sem er unnin í nánu samstarfi við viðskiptavini, m.a. í vinnustofum. Fjöldi viðskiptavina hefur farið í gegnum Disruption® með umtalsverðum árangri – og slík vinna hefur skilað meiri samstillingu og betri hugmyndum.
Alþjóðleg vörumerki á borð við Apple, Adidas, Nissan, PlayStation, Airbnb og fleiri hafa nýtt sér Disruption® hjá TBWA í sinni markaðssetningu. Það segir sína sögu.
Disruption® hentar sérstaklega fyrirtækjum sem standa frammi fyrir áskorunum, upplifa stöðnun, breytt samkeppnisumhverfi eða markaðsaðstæður sem krefjast rýni á allt markaðsstarf til að ná sérstöðu og auknum árangri á markaði.
Stefnumótun styrkir skapandi starf
Grunnur að árangursríkri markaðssetningu er skýr stefnumótun. Við búum að reynslu og þekkingu á þessu sviði sem nýst hefur viðskiptavinum okkar við uppbyggingu vörumerkja sinna. Við beitum mismunandi stefnumótunarleiðum eftir eðli og umfangi hvers verkefnis. Skoðaðu stafræna stefnumótun.
Stefnumótun skapar innsæi um vörumerkið og markaðinn – og verður að undirstöðu fyrir hönnun, hugmyndavinnu, birtingar, efnisvinnslu og alla framkvæmd í framhaldinu.