Varud 1920x1080 1

Blush

Varúð: sleipt!

Blush kynnti nýtt sleipiefni til sögunnar seint á síðasta ári, sem er framleitt sérstaklega fyrir verslunina. Til að segja frá því voru útbúnar auglýsingar undir yfirskriftinni Varúð: sleipt! Sleipiefni eru nefnilega þeim eiginleikum gædd að þau draga verulega úr viðnámi, gera hluti sleipa – og það er full ástæða til að vara við sleipu sem maður veit að leynist handan við hornið. Það er bara almenn kurteisi.

Herferðinni var hleypt af stokkunum á útiskiltum borgarinnar milli jóla og nýárs – og í leiðinni voru vegfarendur minntir á að fara varlega í vetrarfærðinni. Auk þess hönnuðum við hálfgagnsæjar prentauglýsingar, efni fyrir samfélagsmiðla og sleipa vefborða sem hafa runnið til á innlendum vefmiðlum undanfarnar vikur.

Varud buzz 1
Blush sleipt bus
Blush sleipt svell
varud nytt
Blush Varud prentauglysingar DUOhero