AMI logo stakt 1920x1080 scaled

ÍSÍ

Afreks- miðstöð Íslands

Afreksmiðstöð Íslands var opnuð formlega 5. maí síðastliðinn i anddyri Laugardalshallar. Merki Afreksmiðstöðvarinnar var hannað hér á stofunni ásamt vefsíðu sem skýrir tilgang og markmið AMÍ sem er að skapa íþróttafólkinu okkar umgjörð til að komast í fremstu röð. Áhugasöm geta skoðað vefsíðuna hér. Merkið hefur margþætta merkingu og felur í sér allt það sem Afreksmiðstöðin stendur fyrir: Íþróttafólkið sjálft sem kemst á toppinn, kyndilinn sem þau bera innanlands og utan og myndar um leið Í-ið í Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Allt þetta myndar demant sem er tákn fyrir það virði sem afreksfólk er fyrir okkur öll, sem fyrirmyndir og sem verðmæt landkynning. 

AMI logo med

vefsidan