Sjóvá

Hættulegir staðir

Sjóvá hefur undanfarið bent vegfarendum á hættulegustu staðina á umferðargötum borgarinnar. Glöggt má sjá í gögnum Sjóvá hvar flest slys verða á degi hverjum og útkoman afgerandi. Fyrsti áfangi herferðarinnar var gerður kringum tvenn hættulegustu gatnamót landsins, annars vegar þar sem Miklabraut mætir Kringlumýrarbraut, hvar flest slys verða á fólki, og hins vegar á mótum Miklubrautar og Grensársvegi, en þar verða flestir árekstrar burtséð frá fjölda meiðsla. Annar áfangi sneri að hringtorgum og þá sér í lagi hringtorginu við Flatahraun í Hafnarfirði sem stendur óskorað sem varasamasta hringtorg landsins.

Skilaboðunum var komið fyrir á auglýsingaskiltum og strætóskýlum í nálægð hættusvæðanna og vegfarendur þannig varaðir sérstaklega við aðstæðum.