MockUp 2 1920x1080 2

Stígamót

Sjúkást

Sjúkást er forvarnarátak á vegum Stígamóta um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna. Markmið átaksins er að efla þekkingu og umræðu meðal ungmenna og hvetja þau til að greina og ræða muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum. Pipar hefur fylgt verkefninu frá upphafi og er þetta 8. árið í röð sem við komum að hugmyndavinnu og uppsetningu átaksins.

Í ár byggist herferðin upp í kringum spilið Sjúkflögg sem hvetur þau sem spila til að spá í eigin hegðun og hegðun þeirra sem þau eiga í samskiptum við. Spilið gengur út á að lesa upp fullyrðingarnar á spilunum og flagga ýmist grænu eða rauðu flaggi eftir því hvort fullyrðingin er í lagi eða ekki. Þátttakendur eru svo hvattir til að ræða hvers vegna rauða eða græna flaggið varð fyrir valinu.

Til þess að kynna spilið fengum við í lið með okkur áhrifavalda og tókum upp kynningarefni fyrir samfélagsmiðla þar sem þau prófuðu spilið og flöggin. Lagið Aftur og aftur hljómar undir kynningarefninu en Katrin Myrra fær kærar þakkir fyrir lánið á laginu. Spilið var þar að auki sent í framhaldsskóla og félagsmiðstöðvar víða um land en er einnig til sölu á sjukast.is.

Við þökkum Stígamótum kærlega fyrir samstarfið. Að auki fær fólkið sem tók þátt í að kynna spilið okkar bestu þakkir en þau gáfu öll vinnu sína. Takk!

MockUp 1 1920x1080 2
sjukast plakat